Einangraðir og vannærðir eldri borgarar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Rúmliggjandi aldraður einstæðingur með eina maltdós og lýsisflösku í ísskápnum var einn þeirra þrettán í sjálfstæðri búsetu sem Berglind Soffía Blöndal rannsakaði í meistararitgerð sinni. Hún heimsótti þessa þrettán einstaklinga og voru þeir allir vannærðir samkvæmt evrópskum stöðlum. Hluti aldraðra í Reykjavík sveltur heima. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum í vor. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða til að tryggja að enginn lifi við þær aðstæður sem lýst er hér að framan. Hlutverk hagsmunafulltrúans verði að byggja upp öflugt og heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og allan aðbúnað aldraðra. Hagsmunafulltrúinn myndi sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Hann myndi tryggja að unnið sé samkvæmt viðurkenndum manneldismarkmiðum og hollustu í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum. Hlutverk hans væri að koma í veg fyrir að aldraðir einangrist einir heima matarlausir og hjálparvana. Slagorð Flokks fólksins er FÓLKIÐ FYRST. Þess vegna mun Flokkur fólksins í öllu tilliti setja fólkið í fyrsta sæti. Annað verður að bíða á meðan við tryggjum fæði, klæði og húsnæði fyrir alla. Eins og staðan er nú dvelja um 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim. Þetta er dapurt svo ekki sé meira sagt, að nú skuli Dagur B. Eggertsson og borgarstjórn hans hafa setið með stjórnartaumana í Ráðhúsinu í átta ár án þess að leysa þennan vanda. Það gengur svo langt í hrókeringum með líf aldraðra sem þarfnast hjálpar að þeir séu fluttir hreppaflutningum í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá þar sem þeir vilja vera. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Það þarf stórátak í málefnum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Skortur á hjúkrunar- og dvalarheimilum er þó fyrst og fremst á ábyrgð núverandi borgarstjórnar sem hefur vanrækt málefni aldraðra árum saman. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Rúmliggjandi aldraður einstæðingur með eina maltdós og lýsisflösku í ísskápnum var einn þeirra þrettán í sjálfstæðri búsetu sem Berglind Soffía Blöndal rannsakaði í meistararitgerð sinni. Hún heimsótti þessa þrettán einstaklinga og voru þeir allir vannærðir samkvæmt evrópskum stöðlum. Hluti aldraðra í Reykjavík sveltur heima. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum í vor. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða til að tryggja að enginn lifi við þær aðstæður sem lýst er hér að framan. Hlutverk hagsmunafulltrúans verði að byggja upp öflugt og heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og allan aðbúnað aldraðra. Hagsmunafulltrúinn myndi sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Hann myndi tryggja að unnið sé samkvæmt viðurkenndum manneldismarkmiðum og hollustu í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum. Hlutverk hans væri að koma í veg fyrir að aldraðir einangrist einir heima matarlausir og hjálparvana. Slagorð Flokks fólksins er FÓLKIÐ FYRST. Þess vegna mun Flokkur fólksins í öllu tilliti setja fólkið í fyrsta sæti. Annað verður að bíða á meðan við tryggjum fæði, klæði og húsnæði fyrir alla. Eins og staðan er nú dvelja um 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim. Þetta er dapurt svo ekki sé meira sagt, að nú skuli Dagur B. Eggertsson og borgarstjórn hans hafa setið með stjórnartaumana í Ráðhúsinu í átta ár án þess að leysa þennan vanda. Það gengur svo langt í hrókeringum með líf aldraðra sem þarfnast hjálpar að þeir séu fluttir hreppaflutningum í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá þar sem þeir vilja vera. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Það þarf stórátak í málefnum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Skortur á hjúkrunar- og dvalarheimilum er þó fyrst og fremst á ábyrgð núverandi borgarstjórnar sem hefur vanrækt málefni aldraðra árum saman. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar