Viltu vera vinur minn? Fyrri hluti Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2018 09:00 Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun