Körfubolti

Spurs minnti á sig og fór illa með toppliðið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rudy Gay átti góðan leik
Rudy Gay átti góðan leik vísir/getty
Páskahátíðin er tekin með trompi í NBA körfuboltanum vestanhafs en alls fóru þrettán leikir fram á páskadag.

San Antonio Spurs minnti rækilega á sig með því að pakka saman toppliði Vesturdeildar, Houston Rockets, í leik sem var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Rockets lék án Chris Paul í leiknum en LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig. Þá átti Rudy Gay frábæra innkomu af bekknum; skoraði 21 stig á 24 mínútum.



Oklahoma City Thunder gerði góða ferð til New Orleans og vann virkilega mikilvægan sigur á Pelikönunum, 104-109. Paul George stigahæstur með 27 stig en Russell Westbrook var einnig frábær; skoraði 26 stig, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

Ríkjandi meistarar Golden State Warriors áttu ekki í teljandi vandræðum með lélegasta lið deildarinnar, Phoenix Suns og unnu tíu stiga sigur.



Úrslit næturinnar

Char­lotte Hornets 102-119 Phila­delp­hia 76ers

LA Clip­p­ers 104-111 Indi­ana Pacers

Chicago Bulls 113-94 Washingt­on Wizards

Atlanta Hawks 94-88 Or­lando Magic

San Ant­onio Spurs 100-83 Hou­st­on Rockets

Brook­lyn Nets 96-108 Detroit Pistons

Cleve­land Cavaliers 98-87 Dallas Mavericks

New Or­le­ans Pelicans 104-109 Okla­homa City Thunder

Minnesota Timberwolves 97-121 Utan Jazz

Den­ver Nuggets 128-125 Milwaukee Bucks

Gold­en State Warriors 117-107 Phoen­ix Suns

Port­land Trailblazers 113-98 Memp­his Grizzlies

LA Lakers 83-84 Sacra­mento Kings

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×