Innlent

Rofar til á suðvesturhorninu í nótt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Spáin klukkan átta í fyrramálið.
Spáin klukkan átta í fyrramálið. Skjáskot/veðurstofa
Snjókoma með köflum verður á suðvestanverðu landinu fram að miðnætti, en rofar síðan til. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Vegfarendur þurfa að sýna aðgát. Hríðarveður verður á Norðurlandi og Austurlandi á morgun, einkum á Austfjörðum með lélegu skyggni og versnandi færð á þeim slóðum.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma með köflum á SV-verðu fram á nótt, en rofar síðan til, dálítil él fyrir norðan og austan. Norðlæg átt á morgun, 8-15 m/s, en 15-20 við A-ströndina. Snjókoma eða él fyrir norðan, en léttir heldur til fyrir sunnan. Dregur úr vindi annað kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-til, en sums staðar frostlaust við S-ströndina að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él, hvassast á annesjum, en bjart að mestu um landið SV-vert. Víða frostlaust við ströndina að deginum, frost annars 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Hæg norðaustlæg átt og dálítil él fyrir norðan, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Hiti kringum frostmark að deginum.

Á föstudag og laugardag:

Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil él fyrir norðan. Kalt í veðri.

Á sunnudag:

Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með hlýnandi veðri og lítilsháttar vætu vestast á landinu.

Á mánudag:

Líklega mild sunnanátt og rigning, en þurrt að kalla NA-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×