Kæra Katrín Jakobsdóttir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir skrifar 3. apríl 2018 15:10 Megum við spyrja þig eftirfarandi spurninga sem þú spurðir sjálf að fyrir 10 árum síðan. Við erum nefnilega stödd á nánast sama stað í dag, árið 2018. Katrín Jakobsdóttir (Vg):Virðulegi forseti. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi blasir við á morgun og spurning mín til hæstv. ráðherra snýst um framtíðarlausnir á þessari deilu, langtímalausnir sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Ef við rifjum upp staðreyndirnar þá er það svo að undanskildum dýralæknum uppfyllir engin háskólastétt jafnmiklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM-félaga í launasetningu. Til að fá námið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fagstéttir hafa viðurkennt. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 millj. á mánuði. Sama ríkisvald hikar ekki við að eyða 100 millj. af fé íslenskra skattborgara í heræfinguna Norðurvíking sem nú stendur yfir. Ólíkari iðju en heræfingar og að taka á móti nýju lífi í þennan heim get ég vart ímyndað mér og ólíkt heræfingum spara störf ljósmæðra gríðarlegar fjárhæðir fyrir ríkisvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heimaþjónusta og aðhlynning með tilheyrandi styttri sængurlegu sparar ríkissjóði miklar upphæðir fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Samkvæmt bjartsýnustu spám munu 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu tíu árum — hver og einn einasti vinnukraftur þessarar stéttar er því sérlega dýrmætur — og stefnir í fullkomið óefni. Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]Virðingarfyllst, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Megum við spyrja þig eftirfarandi spurninga sem þú spurðir sjálf að fyrir 10 árum síðan. Við erum nefnilega stödd á nánast sama stað í dag, árið 2018. Katrín Jakobsdóttir (Vg):Virðulegi forseti. Fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi blasir við á morgun og spurning mín til hæstv. ráðherra snýst um framtíðarlausnir á þessari deilu, langtímalausnir sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Ef við rifjum upp staðreyndirnar þá er það svo að undanskildum dýralæknum uppfyllir engin háskólastétt jafnmiklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM-félaga í launasetningu. Til að fá námið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fagstéttir hafa viðurkennt. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 millj. á mánuði. Sama ríkisvald hikar ekki við að eyða 100 millj. af fé íslenskra skattborgara í heræfinguna Norðurvíking sem nú stendur yfir. Ólíkari iðju en heræfingar og að taka á móti nýju lífi í þennan heim get ég vart ímyndað mér og ólíkt heræfingum spara störf ljósmæðra gríðarlegar fjárhæðir fyrir ríkisvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heimaþjónusta og aðhlynning með tilheyrandi styttri sængurlegu sparar ríkissjóði miklar upphæðir fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Samkvæmt bjartsýnustu spám munu 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu tíu árum — hver og einn einasti vinnukraftur þessarar stéttar er því sérlega dýrmætur — og stefnir í fullkomið óefni. Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]Virðingarfyllst, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun