Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 13:45 Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóri Steinullar ehf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Umhverfismál Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Umhverfismál Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira