Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 23:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að kasta ræðu sem hann hafði tilbúna á hringborðsumræðu um skatta í dag. Í stað þess að ræða skatta setti forsetinn meðal annars út á innflytjendalöggjöf ríkisins, gagnrýndi innflytjendur, bæði löglega og ólöglega, fyrir ofbeldi, nauðganir og glæpi og hélt þeirri rangfærslu enn og aftur fram að Hillary Clinton hefði fengið fleiri atkvæði en hann í kosningunum 2016 vegna þess að milljónir hafi kosið ólöglega. Trump var staddur í Virginíu þar sem hann og aðrir voru saman komnir til að lofa skattabreytingar Repúblikanaflokksins og styðja þingmenn flokksins í aðdraganda þingkosninga í nóvember en fundurinn fór fljótt af sporinu. Að máli sínu loknu lyfti Trump blöðum á loft og sagði: „Þetta var ræðan mín. Hún hefði tekið tvær mínútur. Þetta er leiðinlegt. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru.“Pres. Trump tosses his prepared remarks at roundtable on tax reform. "I'm reading off the first paragraph, I said, 'This is boring. Come on. We have to tell it like it is.'" https://t.co/CFdzczE0fE pic.twitter.com/RaQzHnMzUz— ABC News Politics (@ABCPolitics) April 5, 2018 Trump sagði að víða um Bandaríkin væru milljónir manna að kjósa oft. Þó hafa engar sannanir fundist fyrir kosningasvikum af þessu tagi og sérfræðingar hafa ítrekað sagt Trump fara með rangt mál. „Þeir segja alltaf að þetta sé samsæriskenning. Þetta er ekki samsæriskenning gott fólk. Þetta eru milljónir og milljónir af fólki og það er erfitt því ríkin vernda gögnin um þau.“ Eftir kosningarnar hélt Trump því ítrekað fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Clinton ef ekki hefið verið fyrir hið umfangsmikla og í senn ímyndaða svindl sem hann vísar til. Til að sanna það stofnaði hann rannsóknarnefnd sem ætlað var að sanna kosningasvindlið. Hin umdeilda nefnd var þó lögð niður vegna innri deilna og lögsókna. Eins og Trump hefur gert svo oft áður tengdi hann ólöglega innflytjendur við glæpi í Bandaríkjunum, þó tölfræði síni að hlutfallslega fremji þeir færri glæpi en borgarar Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Hann fór hörðum orðum um glæpagengið MS-13 og sagði ríkisstjórn sína í raun í stríði við gengið. „MS-13 eru holdsmynd illskunnar og við erum að losa okkur við þá í hundraðatali,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta er liðið og skíturinn sem við erum að hleypa inn í landið og við getum ekki gert það lengur.“ Því næst fór talaði hann um gömul ummæli sín þar sem hann sagði marga innflytjendur frá Mexíkó vera nauðgara. „Allir sögðu, oh, hann var svo harður. Ég notaði orðið nauðgun.“ Vísaði forsetinn til hóp fólks sem var á leið frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna sér til stuðnings. „Það kom í ljós í gær, í þessum hópi. Konum er nauðgað eins aldrei fyrr. Þeir vilja ekki tala um það,“ sagði Trump, án þess að taka fram hverjir „þeir“ væru og skammaðist hann einnig út í Demókrata fyrir að hafa skemmt innflytjendalög Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Repúblikanar hafi stjórnað báðum deildum þingsins frá 2015.Samkvæmt Washington Post liggur ekki fyrir hvað Trump varð að tala um þegar hann vísað til einhverra fregna „í gær“. Engar fregnir hafi borist af umtöluðum hópi og nauðgunum að öðru leyti en að einhverjir í hópnum séu að flýja nauðganir og annars konar ofbeldi í heimalöndum sínum.Umræddur hópur er myndaður á hverju ári og er honum ætlað að vekja athygli á ástandi ríkja í Mið-Ameríku og þeim hættum sem fólk mætir á leið sinni til Bandaríkjanna. Algengt er að farandfólk verði fyrir ofbeldi eins og ránum og nauðgunum í Mexíkó. Árið 2010 rændu glæpamenn 72 sem voru á leið til Bandaríkjanna og myrtu þau öll. Hvíta húsið hefur eftir á haldið því fram að Trump hafi átt við það ofbeldi þegar hann vísaði í nauðganir í ræðu sinni. Einn embættismaður vísaði í frétt frá árinu 2014 sem fjallaði um að mörgum konum og stúlkum frá Mið-Ameríku sé nauðgað á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og bent er á í frétt Washington Post útskýrir það þó ekki ummæli Trump um „í gær“ og samhengi orða hans, þar sem hann var að tala um að innflytjendurnir sjálfir væru glæpamenn og nauðgarar.Ummæli Trump eru ekki líkleg til að vekja gleði meðal þingmanna Repúblikana sem hafa kvartað yfir agaleysi forsetans og kenna margir honum um að illa hafi gengið að koma áætlunum Repúblikanaflokksins á framfæri í aðdraganda kosninganna í nóvember. Forsvarsmenn flokksins vilja nýtja sér skattabreytingarnar, sem þeirra helsta árangur, fyrir kosningarnar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að kasta ræðu sem hann hafði tilbúna á hringborðsumræðu um skatta í dag. Í stað þess að ræða skatta setti forsetinn meðal annars út á innflytjendalöggjöf ríkisins, gagnrýndi innflytjendur, bæði löglega og ólöglega, fyrir ofbeldi, nauðganir og glæpi og hélt þeirri rangfærslu enn og aftur fram að Hillary Clinton hefði fengið fleiri atkvæði en hann í kosningunum 2016 vegna þess að milljónir hafi kosið ólöglega. Trump var staddur í Virginíu þar sem hann og aðrir voru saman komnir til að lofa skattabreytingar Repúblikanaflokksins og styðja þingmenn flokksins í aðdraganda þingkosninga í nóvember en fundurinn fór fljótt af sporinu. Að máli sínu loknu lyfti Trump blöðum á loft og sagði: „Þetta var ræðan mín. Hún hefði tekið tvær mínútur. Þetta er leiðinlegt. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru.“Pres. Trump tosses his prepared remarks at roundtable on tax reform. "I'm reading off the first paragraph, I said, 'This is boring. Come on. We have to tell it like it is.'" https://t.co/CFdzczE0fE pic.twitter.com/RaQzHnMzUz— ABC News Politics (@ABCPolitics) April 5, 2018 Trump sagði að víða um Bandaríkin væru milljónir manna að kjósa oft. Þó hafa engar sannanir fundist fyrir kosningasvikum af þessu tagi og sérfræðingar hafa ítrekað sagt Trump fara með rangt mál. „Þeir segja alltaf að þetta sé samsæriskenning. Þetta er ekki samsæriskenning gott fólk. Þetta eru milljónir og milljónir af fólki og það er erfitt því ríkin vernda gögnin um þau.“ Eftir kosningarnar hélt Trump því ítrekað fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Clinton ef ekki hefið verið fyrir hið umfangsmikla og í senn ímyndaða svindl sem hann vísar til. Til að sanna það stofnaði hann rannsóknarnefnd sem ætlað var að sanna kosningasvindlið. Hin umdeilda nefnd var þó lögð niður vegna innri deilna og lögsókna. Eins og Trump hefur gert svo oft áður tengdi hann ólöglega innflytjendur við glæpi í Bandaríkjunum, þó tölfræði síni að hlutfallslega fremji þeir færri glæpi en borgarar Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Hann fór hörðum orðum um glæpagengið MS-13 og sagði ríkisstjórn sína í raun í stríði við gengið. „MS-13 eru holdsmynd illskunnar og við erum að losa okkur við þá í hundraðatali,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta er liðið og skíturinn sem við erum að hleypa inn í landið og við getum ekki gert það lengur.“ Því næst fór talaði hann um gömul ummæli sín þar sem hann sagði marga innflytjendur frá Mexíkó vera nauðgara. „Allir sögðu, oh, hann var svo harður. Ég notaði orðið nauðgun.“ Vísaði forsetinn til hóp fólks sem var á leið frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna sér til stuðnings. „Það kom í ljós í gær, í þessum hópi. Konum er nauðgað eins aldrei fyrr. Þeir vilja ekki tala um það,“ sagði Trump, án þess að taka fram hverjir „þeir“ væru og skammaðist hann einnig út í Demókrata fyrir að hafa skemmt innflytjendalög Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Repúblikanar hafi stjórnað báðum deildum þingsins frá 2015.Samkvæmt Washington Post liggur ekki fyrir hvað Trump varð að tala um þegar hann vísað til einhverra fregna „í gær“. Engar fregnir hafi borist af umtöluðum hópi og nauðgunum að öðru leyti en að einhverjir í hópnum séu að flýja nauðganir og annars konar ofbeldi í heimalöndum sínum.Umræddur hópur er myndaður á hverju ári og er honum ætlað að vekja athygli á ástandi ríkja í Mið-Ameríku og þeim hættum sem fólk mætir á leið sinni til Bandaríkjanna. Algengt er að farandfólk verði fyrir ofbeldi eins og ránum og nauðgunum í Mexíkó. Árið 2010 rændu glæpamenn 72 sem voru á leið til Bandaríkjanna og myrtu þau öll. Hvíta húsið hefur eftir á haldið því fram að Trump hafi átt við það ofbeldi þegar hann vísaði í nauðganir í ræðu sinni. Einn embættismaður vísaði í frétt frá árinu 2014 sem fjallaði um að mörgum konum og stúlkum frá Mið-Ameríku sé nauðgað á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og bent er á í frétt Washington Post útskýrir það þó ekki ummæli Trump um „í gær“ og samhengi orða hans, þar sem hann var að tala um að innflytjendurnir sjálfir væru glæpamenn og nauðgarar.Ummæli Trump eru ekki líkleg til að vekja gleði meðal þingmanna Repúblikana sem hafa kvartað yfir agaleysi forsetans og kenna margir honum um að illa hafi gengið að koma áætlunum Repúblikanaflokksins á framfæri í aðdraganda kosninganna í nóvember. Forsvarsmenn flokksins vilja nýtja sér skattabreytingarnar, sem þeirra helsta árangur, fyrir kosningarnar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent