Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 11:50 Talsmaður Erdogan Tyrklandsforseta segir að ætlunin sé að taka enn fleiri grunaða stjórnarandstæðinga höndum erlendis. Vísir/AFP Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði. Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði.
Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07