Með tvöfalt meira fylgi en næsti flokkur á eftir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Viktor Orbán er vinsæll í Ungverjalandi. Flokkur hans, Fidesz, mælist með langmest fylgi. Nordicphotos/AFP Ungverjar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa nýtt þing. Verða það áttundu kosningarnar þar í landi frá því valdatíð kommúnistaleiðtogans János Kádár leið undir lok og jafnframt þær áttundu þar sem Viktor Orbán forsætisráðherra leiðir flokk sinn, Fidesz. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í að Fidesz fái nú flesta menn kjörna í fimmta sinn. Staða Fidesz er sterk. Flokkurinn býður nú fram með Kristilegum demókrötum eftir að hafa verið með þeim í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Framboðið mælist með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun Publicus og er því með meira en tvöfalt fylgi næststærsta flokksins, Jobbik, sem mælist í 20 prósentum. Kosningabarátta Fidesz hefur að miklu leyti snúist um útlendinga. Þá einna helst flóttafólk. Rímar það vel við verk Orbáns á forsætisráðherrastóli enda hefur flokkurinn endurtekið sett sig upp á móti öðrum ríkjum Evrópusambandsins þegar kemur að móttöku flóttafólks. Í stefnuræðu Orbáns í febrúar fólst kjarninn í málstað Fidesz. Varaði hann við því að óveðursský hrönnuðust nú upp yfir Evrópu. Einungis Fidesz gæti varið álfuna fyrir íslamsvæðingu. „Við teljum að kristnin sé síðasta von Evrópu. Ef hundruðum milljóna ungmenna er leyft að flytja hingað norður á bóginn mun þrýstingurinn á Evrópu margfaldast. Ef þessi þróun heldur áfram munu múslimar vera í meirihluta í stórborgum Evrópu.“ Sterk staða Orbáns þykir áhyggjuefni fyrir valdamenn í vestri, að því er skýrandi Washington Post hélt fram á dögunum. Sagði skýrandinn Orbán lýðskrumara, harðasta andstæðing flóttamanna, meistara hræðsluáróðurs og alvarlegri ógn við Evrópusambandið en útganga Bretlands. Undir hans stjórn hafi heilsu lýðræðisins í Ungverjalandi hrakað, þótt lýðræðið þar sé þó enn líkara því sem þekkist í vestri en til dæmis í Rússlandi. Afar líklegt er að Fidesz og Kristilegir demókratar haldi meirihluta sínum á þinginu. Þá sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytinga og breytinga á kosningalögunum sem Orbán-stjórnin gerði snemma á áratugnum og hafa reynst flokknum vel og skilað fleiri þingmönnum en hann fengi ef einungis væri horft til fjölda atkvæða. Fleiri eru þó í framboði. Gábor Vona leiðir Jobbik og er spáð 20 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur fjarlægst öfgaþjóðernishyggjuna sem einkenndi hann áður og leitað inn á miðjuna í ljósi sívaxandi þjóðernishyggju innan Fidesz. Þá býður Sósíalistaflokkur Kádárs fram með Gergely Karácsony í brúnni og í slagtogi við smáflokkinn Samræður fyrir Ungverjaland. Mælist það framboð með um nítján prósenta fylgi. Eina konan sem leiðir flokk sem líklegt er að komist á þing er Bernadett Szél. Hún leiðir frjálslynda græningjaflokkinn Öðruvísi stjórnmál og mælist framboðið með 7 prósenta fylgi. Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Tengdar fréttir Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20 Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fleiri fréttir Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Sjá meira
Ungverjar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa nýtt þing. Verða það áttundu kosningarnar þar í landi frá því valdatíð kommúnistaleiðtogans János Kádár leið undir lok og jafnframt þær áttundu þar sem Viktor Orbán forsætisráðherra leiðir flokk sinn, Fidesz. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í að Fidesz fái nú flesta menn kjörna í fimmta sinn. Staða Fidesz er sterk. Flokkurinn býður nú fram með Kristilegum demókrötum eftir að hafa verið með þeim í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Framboðið mælist með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun Publicus og er því með meira en tvöfalt fylgi næststærsta flokksins, Jobbik, sem mælist í 20 prósentum. Kosningabarátta Fidesz hefur að miklu leyti snúist um útlendinga. Þá einna helst flóttafólk. Rímar það vel við verk Orbáns á forsætisráðherrastóli enda hefur flokkurinn endurtekið sett sig upp á móti öðrum ríkjum Evrópusambandsins þegar kemur að móttöku flóttafólks. Í stefnuræðu Orbáns í febrúar fólst kjarninn í málstað Fidesz. Varaði hann við því að óveðursský hrönnuðust nú upp yfir Evrópu. Einungis Fidesz gæti varið álfuna fyrir íslamsvæðingu. „Við teljum að kristnin sé síðasta von Evrópu. Ef hundruðum milljóna ungmenna er leyft að flytja hingað norður á bóginn mun þrýstingurinn á Evrópu margfaldast. Ef þessi þróun heldur áfram munu múslimar vera í meirihluta í stórborgum Evrópu.“ Sterk staða Orbáns þykir áhyggjuefni fyrir valdamenn í vestri, að því er skýrandi Washington Post hélt fram á dögunum. Sagði skýrandinn Orbán lýðskrumara, harðasta andstæðing flóttamanna, meistara hræðsluáróðurs og alvarlegri ógn við Evrópusambandið en útganga Bretlands. Undir hans stjórn hafi heilsu lýðræðisins í Ungverjalandi hrakað, þótt lýðræðið þar sé þó enn líkara því sem þekkist í vestri en til dæmis í Rússlandi. Afar líklegt er að Fidesz og Kristilegir demókratar haldi meirihluta sínum á þinginu. Þá sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytinga og breytinga á kosningalögunum sem Orbán-stjórnin gerði snemma á áratugnum og hafa reynst flokknum vel og skilað fleiri þingmönnum en hann fengi ef einungis væri horft til fjölda atkvæða. Fleiri eru þó í framboði. Gábor Vona leiðir Jobbik og er spáð 20 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur fjarlægst öfgaþjóðernishyggjuna sem einkenndi hann áður og leitað inn á miðjuna í ljósi sívaxandi þjóðernishyggju innan Fidesz. Þá býður Sósíalistaflokkur Kádárs fram með Gergely Karácsony í brúnni og í slagtogi við smáflokkinn Samræður fyrir Ungverjaland. Mælist það framboð með um nítján prósenta fylgi. Eina konan sem leiðir flokk sem líklegt er að komist á þing er Bernadett Szél. Hún leiðir frjálslynda græningjaflokkinn Öðruvísi stjórnmál og mælist framboðið með 7 prósenta fylgi.
Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Tengdar fréttir Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20 Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fleiri fréttir Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Sjá meira
Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20