Áfram kennarar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2018 13:59 Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun