Tvö alvarleg flugatvik til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2018 19:30 Atvikin eru skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá RNSA. Vísir/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið. Mál af þessum toga eru sjaldgæf samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni og ber að líta grafalvarlegum augum. Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af nokkuð svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tæjum ekið inn á flugbraut í þann mund sem flugvél var við það að taka á loft en ljóst er að betur fór en á horfðist í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa átti fyrra atvikið átti sér stað þann 11. janúar síðastliðinn. Var þar um að ræða einkaþotu sem hafði heimild til að aka inn á flugbrautina en hafði ekki fengið leyfi til að taka á loft. Skilaboð frá flugturni um að bíða með flugtak voru aftur á móti virt að vettugi og um það leyti sem vélin var að taka á loft var vinnuvél ekið þvert yfir brautina svo litlu mátti muna að árekstur yrði. Seinna atvikið átti sér stað 9. febrúar þegar snjóruðningstæki var í óleyfi ekið inn á flugbrautina þegar flugvél í áætlunarflugi var í flugtaki. „Ég get staðfest að mál af þessum toga eru til rannsóknar og svona mál eru tekin fyrir innan húss hjá okkur þar sem er sérstök nefnd eða sérstakur hópur sem fer yfir alvarleg atvik eins og þessi og kannar þau til hlítar og síðan kemur náttúrlega Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa inn í mál sem þessi og fer yfir þau,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Stöð 2. Hann kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um atvikin að frekara leyti. Rannsókn atvikanna er ólokið en þau eru bæði skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrátt fyrir að málin séu um margt áþekk eru þau ólík að því leyti að í fyrra tilfellinu bendir flest til þess að flugmaður hafi hunsað tilmæli flugumferðarstjórnar en í hinu tilfellinu var það snjómoksturstækið sem hefði ekki átt að vera inni á flugbrautinni. Spurður hvort einhver þurfi að sæta viðurlögum, komi það í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin segir Guðjón Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu verða að svara fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá RNSA hafa mál af þessum toga ekki komið til kasta nefndarinnar í mjög langan tíma, að frátöldu einu atviki sem átti sér stað árið 2014 þar sem kennsluflugvél og þyrla áttu hlut að máli. Lokaskýrslu vegna rannsóknar þess máls er að vænta eftir rúman mánuð. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið. Mál af þessum toga eru sjaldgæf samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni og ber að líta grafalvarlegum augum. Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af nokkuð svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tæjum ekið inn á flugbraut í þann mund sem flugvél var við það að taka á loft en ljóst er að betur fór en á horfðist í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa átti fyrra atvikið átti sér stað þann 11. janúar síðastliðinn. Var þar um að ræða einkaþotu sem hafði heimild til að aka inn á flugbrautina en hafði ekki fengið leyfi til að taka á loft. Skilaboð frá flugturni um að bíða með flugtak voru aftur á móti virt að vettugi og um það leyti sem vélin var að taka á loft var vinnuvél ekið þvert yfir brautina svo litlu mátti muna að árekstur yrði. Seinna atvikið átti sér stað 9. febrúar þegar snjóruðningstæki var í óleyfi ekið inn á flugbrautina þegar flugvél í áætlunarflugi var í flugtaki. „Ég get staðfest að mál af þessum toga eru til rannsóknar og svona mál eru tekin fyrir innan húss hjá okkur þar sem er sérstök nefnd eða sérstakur hópur sem fer yfir alvarleg atvik eins og þessi og kannar þau til hlítar og síðan kemur náttúrlega Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa inn í mál sem þessi og fer yfir þau,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Stöð 2. Hann kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um atvikin að frekara leyti. Rannsókn atvikanna er ólokið en þau eru bæði skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrátt fyrir að málin séu um margt áþekk eru þau ólík að því leyti að í fyrra tilfellinu bendir flest til þess að flugmaður hafi hunsað tilmæli flugumferðarstjórnar en í hinu tilfellinu var það snjómoksturstækið sem hefði ekki átt að vera inni á flugbrautinni. Spurður hvort einhver þurfi að sæta viðurlögum, komi það í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin segir Guðjón Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu verða að svara fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá RNSA hafa mál af þessum toga ekki komið til kasta nefndarinnar í mjög langan tíma, að frátöldu einu atviki sem átti sér stað árið 2014 þar sem kennsluflugvél og þyrla áttu hlut að máli. Lokaskýrslu vegna rannsóknar þess máls er að vænta eftir rúman mánuð.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira