Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 19:56 Þingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna. Vísir/AFP Almenningur í Bandaríkjunum og Þýskalandi er að missa traust á Facebook og því hvernig fyrirtækið meðhöndlar persónuupplýsingar notenda. Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti.Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos treysta tæplega fimmtíu prósent Bandaríkjamanna Facebook til að fylgja lögum ríkisins um meðhöndlun persónuupplýsinga. Önnur könnun sem gerð var fyrir Bild am Sonntag bendir til þess að um 60 prósent Þjóðverja segja Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa neikvæð áhrif á lýðræði.66 prósent sögðust treysta Amazon til að fylgja lögum, 62 prósent sögðust treysta Google og 60 prósent sögðust treysta Microsoft. Í áðurnefndri auglýsingu Facebook stóð að fyrirtækið bæri skyldu til þess að verja persónuupplýsingar notenda og ef þeir gætu það ekki, ættu þeir ekki rétt á því að öðlast þessar upplýsingar. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Upplýsingarnar voru notaðar til að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirÞingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna.Hann þyrfti að útskýra fyrir þingmönnum og öllum hvernig fyrirtækið ætlaði að verja gögn notenda og tryggja að atvik sem þetta gæti ekki stungið upp kollinum aftur. Warner sagðist einnig vilja ræða við Steve Bannon. Hann var varaforseti Cambridge Analytica þegar fyrirtækið kom höndum yfir upplýsingarnar og áður en hann tók að sér að stýra framboði Donald Trump. Bannon sagði fyrr í vikunni að hann mundi ekki til þess að hafa keypt persónuupplýsingarnar sem um ræðir. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Almenningur í Bandaríkjunum og Þýskalandi er að missa traust á Facebook og því hvernig fyrirtækið meðhöndlar persónuupplýsingar notenda. Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti.Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos treysta tæplega fimmtíu prósent Bandaríkjamanna Facebook til að fylgja lögum ríkisins um meðhöndlun persónuupplýsinga. Önnur könnun sem gerð var fyrir Bild am Sonntag bendir til þess að um 60 prósent Þjóðverja segja Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa neikvæð áhrif á lýðræði.66 prósent sögðust treysta Amazon til að fylgja lögum, 62 prósent sögðust treysta Google og 60 prósent sögðust treysta Microsoft. Í áðurnefndri auglýsingu Facebook stóð að fyrirtækið bæri skyldu til þess að verja persónuupplýsingar notenda og ef þeir gætu það ekki, ættu þeir ekki rétt á því að öðlast þessar upplýsingar. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Upplýsingarnar voru notaðar til að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirÞingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna.Hann þyrfti að útskýra fyrir þingmönnum og öllum hvernig fyrirtækið ætlaði að verja gögn notenda og tryggja að atvik sem þetta gæti ekki stungið upp kollinum aftur. Warner sagðist einnig vilja ræða við Steve Bannon. Hann var varaforseti Cambridge Analytica þegar fyrirtækið kom höndum yfir upplýsingarnar og áður en hann tók að sér að stýra framboði Donald Trump. Bannon sagði fyrr í vikunni að hann mundi ekki til þess að hafa keypt persónuupplýsingarnar sem um ræðir.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19