Hnarrreist um stund Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar