Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2018 09:00 Trump og Kim hafa undanfarið kallað hvor annan eldflaugamanninn og elliæran geðsjúkling Vísir/AFP Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira