„Krakkar sem ég þekki vilja taka samræmdu prófin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:45 Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.
Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24