Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 20:30 Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan. Box Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn