Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 20:30 Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan. Box Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sjá meira
Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sjá meira