Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:21 Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00