Tilraunin Bjarni Karlsson skrifar 7. mars 2018 07:00 Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar