Breytt staða á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Kim einræðisherra tók vel á móti sendinefndinni. Vísir/AFp Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira