Breytt staða á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Kim einræðisherra tók vel á móti sendinefndinni. Vísir/AFp Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira