Stóra leyndarmál Rússa á ÓL 2018 er nú komið fram í dagsljósið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Rússarnir Evgenia Medvedeva og Alina Zagitova með verðlaun sín og með nú "fræga“ trefilinn um hálsinn. Vísir/Getty Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira
Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira