Bubbi: Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2018 13:00 Bubbi er orðinn mjög spenntur. Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16
Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30