Bubbi: Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2018 13:00 Bubbi er orðinn mjög spenntur. Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16
Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30