Gáfu borgarstjóranum Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 15:00 Hilmar Snær Örvarsson í góðum höndum á mótttökuathöfninni í dag. ifsport.is Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið en mótið fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9 til 18. mars eða á sama stað og vetrarólympíuleikarnir fóru fram í síðasta mánuði. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir Hilmar Snær Örvarsson, Þórður Georg Hjörleifsson (þjálfari Hilmars) og Einar Bjarnason (aðstoðarþjálfari) mættir við mótttökuathöfnina í dag. Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN. Það má því segja að íslenski hópurinn hafi gefið borgastjóranum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer setningarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Hilmar Snær Örvarsson verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Hann er líka sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland er með á vetrarólympíumóti fatlaðra en fyrst tók Íslands þátt í Lillehammer í Noregi fyrir 24 árum síðan. Ísland á Winter-Paralympics í fjórða sinn1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur. Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Winter-Paralympics. Erna fyrst íslenskra kvenna á Winter Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.Hilmar Snær ÖrvarssonFæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Winter Paralympics frá Íslandi).Félag: VíkingurGreinar: Svig og stórsvigÞjálfari: Þórður Georg HjörleifssonFlokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).Dagsetningar: 6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu. 8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið. 9. mars: Opnunarhátíð Winter-Paralympics. 14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 18. mars: Lokahátíð Winter Paralympics 19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið en mótið fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9 til 18. mars eða á sama stað og vetrarólympíuleikarnir fóru fram í síðasta mánuði. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir Hilmar Snær Örvarsson, Þórður Georg Hjörleifsson (þjálfari Hilmars) og Einar Bjarnason (aðstoðarþjálfari) mættir við mótttökuathöfnina í dag. Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN. Það má því segja að íslenski hópurinn hafi gefið borgastjóranum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer setningarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Hilmar Snær Örvarsson verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics. Hann er líka sá yngsti sem Ísland hefur telft fram á Vetrar Paralympics frá upphafi. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland er með á vetrarólympíumóti fatlaðra en fyrst tók Íslands þátt í Lillehammer í Noregi fyrir 24 árum síðan. Ísland á Winter-Paralympics í fjórða sinn1994 Lillehammer, Noregur: Svanur Ingvarsson, stjaksleðakeppni2010 Whistler, Kanada: Erna Friðriksdóttir, alpagreinar sitjandi flokkur2014 Sochi, Rússland: Ernar Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson alpagreinar, sitjandi flokkar.2018 PyeongChang, Suður-Kórea: Hilmar Snær Örvarsson alpagreinar, standandi flokkur. Hilmar er því fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Winter-Paralympics. Erna fyrst íslenskra kvenna á Winter Paralympics og Jóhann Þór Hólmgrímsson var fyrstur íslenskra karla í sitjandi flokki alpagreina og brautryðjandinn eins og gefur að skilja Svanur Ingvarsson sem síðar gegndi nefndarstörfum í vetraríþróttanefnd ÍF til fjölda ára og Erna Friðriksdóttir á þar nú sæti.Hilmar Snær ÖrvarssonFæddur: 27. júlí 2000 (17 ára og þ.a.l. yngsti keppandinn á Winter Paralympics frá Íslandi).Félag: VíkingurGreinar: Svig og stórsvigÞjálfari: Þórður Georg HjörleifssonFlokkur: LW2 (flokkur hreyfihamlaðra, keppa standandi)Fyrsta alþjóðlega keppni á vegum IPC: 2014, Landgraaf í Hollandi (3. sæti, ungmennamót).Dagsetningar: 6. mars: Íslenski hópurinn heldur af stað til S-Kóreu. 8. mars: Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíumótsþorpið. 9. mars: Opnunarhátíð Winter-Paralympics. 14. mars: Svigkeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 17. mars: Stórsvigskeppni karla, Hilmar Snær Örvarsson. 18. mars: Lokahátíð Winter Paralympics 19. mars: Íslenski hópurinn heldur heim.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira