Besti og lélegasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2018 10:30 Swaney skemmtir sér hér konunglega í brautinni. vísir/ap Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira