Einn æðsti embættismaður Norður-Kóreu mætir á Vetrarólympíuleikana Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 11:19 Hershöfðinginn Kim Yong-chol fer hér fremstur í flokki. Vísir/AFP Hershöfðinginn Kim Yong-chol, einn hæstsetti embættismaður Norður-Kóreu, mun mæta sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu. BBC greinir frá. Kim var lengi yfirmaður leyniþjónustu Norður-Kóreu og er talinn hafa skipulagt fjölmargar árásir á nágranna sína í suðri. Hann fer nú fyrir sérstakri deild innan ríkisstjórnarinnar sem snýr að sambandi Kóreuríkjanna. Hann, ásamt sendinefnd sinni, mun dvelja í Suður-Kóreu í þrjá daga en lokaathöfnin verður haldin þann 25. febrúar næstkomandi. Búist er við því að Kim muni funda með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Vetrarólympíuleikarnir virðast hafa haft jákvæð áhrif á samband Norður- og Suður-Kóreu sem hefur lengi verið stirt. Gagnrýnendur vilja þó margir meina að ríkisstjórn Norður-Kóreu líti aðeins á leikana sem tækifæri til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi. Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun vera viðstödd lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna fyrir hönd Bandaríkjanna. Ekki er þó gert ráð fyrir að komið verði á formlegum fundum milli sendinefnda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim Jong-un mætir á setningarhátíð Ólympíuleikanna Keppendur Norður- og Suður-Kóreu munu ganga inn á völlinn á setningarhátíðinni undir sameiginlegum fána, en nokkurrar þíðu hefur gætt í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 7. febrúar 2018 08:33 Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018 Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag. 17. janúar 2018 16:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Hershöfðinginn Kim Yong-chol, einn hæstsetti embættismaður Norður-Kóreu, mun mæta sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu. BBC greinir frá. Kim var lengi yfirmaður leyniþjónustu Norður-Kóreu og er talinn hafa skipulagt fjölmargar árásir á nágranna sína í suðri. Hann fer nú fyrir sérstakri deild innan ríkisstjórnarinnar sem snýr að sambandi Kóreuríkjanna. Hann, ásamt sendinefnd sinni, mun dvelja í Suður-Kóreu í þrjá daga en lokaathöfnin verður haldin þann 25. febrúar næstkomandi. Búist er við því að Kim muni funda með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Vetrarólympíuleikarnir virðast hafa haft jákvæð áhrif á samband Norður- og Suður-Kóreu sem hefur lengi verið stirt. Gagnrýnendur vilja þó margir meina að ríkisstjórn Norður-Kóreu líti aðeins á leikana sem tækifæri til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi. Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun vera viðstödd lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna fyrir hönd Bandaríkjanna. Ekki er þó gert ráð fyrir að komið verði á formlegum fundum milli sendinefnda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim Jong-un mætir á setningarhátíð Ólympíuleikanna Keppendur Norður- og Suður-Kóreu munu ganga inn á völlinn á setningarhátíðinni undir sameiginlegum fána, en nokkurrar þíðu hefur gætt í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 7. febrúar 2018 08:33 Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018 Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag. 17. janúar 2018 16:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Systir Kim Jong-un mætir á setningarhátíð Ólympíuleikanna Keppendur Norður- og Suður-Kóreu munu ganga inn á völlinn á setningarhátíðinni undir sameiginlegum fána, en nokkurrar þíðu hefur gætt í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 7. febrúar 2018 08:33
Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018 Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag. 17. janúar 2018 16:30