Sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 17:30 Bradie Tennell. Vísir/Getty Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira