Eina klappstýran sem klappaði gæti verið í slæmum málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:30 Klappstýrurnar frá Norður-Kóreu. Vísir/Getty Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira