Kanadískur Ólympíufari komst í vandræði í PyeongChang en hann hefur verið ákærður ásamt konu sinni og umboðsmanni fyrir að ræna bíl.
Þremenningarnir eiga að hafa farið inn í ólæstan bíl snemma að morgni laugardags í PyeongChang og keyrði umboðsmaðurinn af stað áður en lögreglan náði að stöðva þau. Umboðsmaðurinn var einnig ákærður fyrir ölvunarakstur.
Lögregluyfirvöld í Suður Kóreu segja að þremenningarnir geti borgað sekt og fái svo að yfirgefa landið, nema svo fari að litið verði á málið sem alvarlegan glæp.
Formaður kanadísku Ólympíunefndarinnar staðfesti atvikið á blaðamannafundi en vildi ekki nafngreina íþróttamanninn.
Kanada hefur gert gott mót í Suður Kóreu, er með 11 gullverðlaun og í þriðja sæti verðlaunatöflunnar.

