Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til.
Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics
— Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018
Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min.
„Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman.
„Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min.
Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert.
„Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min.
„Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min.
Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum.
Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.
Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW
— Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018
Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu
— Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018