Ireen Wüst vann þá gullverðlaun í 1500 metra skautahlaupi kvenna í Pyeongchang en hún hafði áður unnið silfur í 3000 metra skautahlaupi á þessum Ólympíuleikum.
Ireen Wüst fagnaði gríðarlega þegar ljóst var að hún tæki gullið og grét af gleði. Um leið var metið hennar í karla- og kvennaflokki.
Ireen Wüst hefur nú unnið fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og eitt brons á Ólympíuleikum.
Most successful Dutch Olympian of all time
Most successful Olympic speed skater.
10th Games medal
Ireen Wust
Read all about an incredible #WinterOlympics2018 achievement
https://t.co/uVJN3MaH7Gpic.twitter.com/wpf69M3J7a
— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2018
Þetta eru fjórðu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Ireen Wüst vinnur til verðlauna í 1500 metra skautahlaupi. Hún vann gull í dag og á leikunum í Vancouver 2010, fékk silfur á síðustu leikum í Sotsjí og vann brons í greininni í Torinó 2006.


