Fagnaði Ólympíugullinu sínu með því að borða ís í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 10:00 Chloe Kim fagnar sigri. Vísir/Getty Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira