Aðgerðir í menntamálum Arnór Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekkert aðhafst til að efla læsi íslenskra nemenda og að draga úr brotthvarfi. Er þá horft fram hjá því að fyrir liggur skýr stefna um þessi atriði sem fylgt hefur verið eftir með aðgerðum. Hefur það verið eitt af helstu verkefnum Menntamálastofnunar frá því hún var sett á fót árið 2015 að innleiða úrbætur. Í Hvítbók um umbætur í menntamálum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út árið 2014 eru sett fram mælanleg markmið um læsi við lok grunnskóla og námsgengi í framhaldsskólum. Í kjölfarið skrifuðu allar bæjar- og sveitarstjórnir landsins undir Þjóðarsáttmála um læsi og skuldbundu sig til að vinna að eflingu læsis m.a. með því að setja sér læsisstefnu og fylgja henni eftir. Jafnframt er í sáttmálanum tilgreint að Menntamálastofnun veiti sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf til að ná markmiðum sínum. Hefur Menntamálastofnun þegar veitt beina ráðgjöf til um 60 sveitarfélaga, aukið framboð á námsefni og gert aðgengileg skimunarpróf í lesfimi sem lögð hafa verið fyrir yfir 90% grunnskólanemenda. Aðgerðir gegn brotthvarfi í framhaldsskólum Miklar breytingar eiga sér nú stað í framhaldsskólum með endurskipulagningu náms og nýjum námsleiðum. Í Hvítbókinni eru sett fram markmið um að fleiri framhaldsskólanemendur ljúki námi á tilskildum tíma. Innleiðing nýrra námsbrauta og stytting námstíma eru leiðir til að vinna að þeim markmiðum en einnig hefur verið ráðist í sérstakar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi. Lögð hafa verið fyrir skimunarpróf fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að meta hættu á brotthvarfi. Framhaldsskólar hafa síðan nýtt niðurstöður prófanna til að móta aðgerðir sem henta ólíkum áhættuhópum og fengið fjárstyrki til að fylgja þeim eftir. Í íslenskri skýrslu um niðurstöður PISA 2015 er fjallað um umbætur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en þær þjóðir hafa náð að viðhalda eða bæta árangur sinn í læsi. Þeim aðgerðum sem beitt var í þessum löndum svipar um margt til þess sem nú er unnið að hér á landi. Engin ástæða er til að ætla annað en að Ísland geti náð sambærilegum árangri.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun