Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 10:50 Jörðin séð með linsu DSCOVR-gervitungls NOAA. Trump-stjórnin vill að slökkt verði á mælitækjum þess sem fylgjast með jörðinni. NOAA/DSCOVR Verulega er dregið úr útgjöldum til rannsókna og eftirliti með loftslagi jarðar eða þeim hætt algerlega í drögum að fjárlögum fyrir næsta ár sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út. Þá vill stjórn hans einkavæða Alþjóðlegu geimstöðina og hætta við fimm jarðrannsóknagervitungl og næsta stóra geimsjónaukann. Loftslagsbreytingar eru aðeins nefndar á nafn einu sinni í 160 blaðsíðna samantekt Hvíta hússins á innihaldi fjárlagafrumvarps ársins 2019. Orðið kemur fyrir í heiti vísindaáætlunar Umhverfisstofnunarinnar (EPA) sem lagt er til að verði hætt, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Gegnumgangandi í tillögum ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur niðurskurður í verkefnum alríkisstofnana sem miða að því að rannsaka og safna upplýsingum um jörðina og loftslag hennar. Í sumum tilfellum er þeim algerlega slátrað.Skera niður loftslagsbókhald um 87%Á meðal verkefna sem tengjast loftslagsmálum sem skorin verða niður hjá EPA er bókhald stofnunarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Framlög til þess verkefnis yrðu skorin niður um 87%. Þá vill Hvíta húsið útrýma rannsóknarstyrkjum og stöðum á sviði umhverfisvísinda. Hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA) stendur til að skera fjárveitingar til loftslagsrannsókna niður um þriðjung. Niðurskurðarhnífinn ber meðal annars niður í rannsóknum á minnkandi hafís á norðurskautinu. Á sama tíma vill Trump auka fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum og gasi. Bruni á jarðefnaeldsneyti er orsök stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda sem veldur nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Fimm jarðvísindaleiðangrar sem geimvísindastofnunin NASA er með í gangi eða hafði á teikniborðinu verða einnig slegnir af ef ríkisstjórn Trump verður að vilja sínum. Þannig vill Trump að NASA hætti við OCO-3-mælitækið sem á að fylgist með styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar. Því átti að koma fyrir utan á Alþjóðlegu geimstöðinni í ár.Wide-Field Infrared Survey Telescope (WFIRST) verður ekki að veruleika ef Hvíta húsið nær sínu fram í fjárlögum næsta árs.NASA„Ókeypis“ geimsjónauki sleginn út af borðinu Geimrannsóknir af ýmsu tagi fá einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í tillögum ríkisstjórnar Trump. Þar ber helst að nefna WFIRST-geimsjónaukann sem hefði gefið stjörnufræðingum hundrað sinnum stærra sjónsvið en Hubble-geimsjónaukinn býr yfir. Með honum hefði verið hægt að rannsaka hulduefni og orku, þróun alheimsins og fjarreikistjörnur, að því er segir í frétt Space.com. Stjörnufræðingum svíður ekki síst tillagana um að slá WFIRST af því til stóð að breyta njósnagervitungli sem er þegar á braut um jörðu frekar en að smíða nýtt. Því hefur verið talað um WFIRST sem „ókeypis“ geimsjónauka. Trump-stjórnin er hins vegar ekki tilbúinn í þau auknu fjárútlát sem leiðangurinn hefði kostað. Hvíta húsið vill einnig hætta að fjármagna Alþjóðlegu geimstöðina eftir árið 2024. Washington Post segir að í staðinn vilji Bandaríkjastjórn afhenda einkaaðilum stöðina. Yfirlýst markmið Trump-stjórnarinnar í geimferðum er að senda menn aftur til tunglsins. Þrátt fyrir það eru engar fjárveitingar til mannaðra ferða til tunglsins í fjárlagatillögum Hvíta hússins. Í raun segir New York Times að ekki sé gert ráð fyrir neinum nýjum fjárveitingum til tunglferða fyrr en eftir að Trump lætur af embætti, jafnvel þó að hann næði endurkjöri.„Þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu um að kenna Afar ólíklegt er Bandaríkjaþing fallist á tillögur Hvíta hússins fyrir fjárlög næsta árs í óbreyttri mynd. Margt af því sem Trump-stjórnin leggur til að skera niður og hætta við nú var einnig lagt til í drögum sem Hvíta húsið lagði fram fyrir fjárlög þessa árs. Hugmyndir um að hætta að fjármagna rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkin hafa lagt um hundrað milljarða dollara í hana síðustu áratugina fellur þannig ekki í kramið hjá lykilmönnum í flokki forsetans sjálfs. „Sem íhaldsmaður í fjármálum veit maður að eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera er að hætta við verkefni eftir milljarðafjárfestingu þegar það er enn verulegt notagildi eftir,“ sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas í síðustu viku. Kenndi Cruz „þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins um tillöguna um að hætta fjárveitingum til geimstöðvarinnar. Johnson-geimmiðstöð NASA er í Texas, heimaríki Cruz. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Verulega er dregið úr útgjöldum til rannsókna og eftirliti með loftslagi jarðar eða þeim hætt algerlega í drögum að fjárlögum fyrir næsta ár sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út. Þá vill stjórn hans einkavæða Alþjóðlegu geimstöðina og hætta við fimm jarðrannsóknagervitungl og næsta stóra geimsjónaukann. Loftslagsbreytingar eru aðeins nefndar á nafn einu sinni í 160 blaðsíðna samantekt Hvíta hússins á innihaldi fjárlagafrumvarps ársins 2019. Orðið kemur fyrir í heiti vísindaáætlunar Umhverfisstofnunarinnar (EPA) sem lagt er til að verði hætt, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Gegnumgangandi í tillögum ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur niðurskurður í verkefnum alríkisstofnana sem miða að því að rannsaka og safna upplýsingum um jörðina og loftslag hennar. Í sumum tilfellum er þeim algerlega slátrað.Skera niður loftslagsbókhald um 87%Á meðal verkefna sem tengjast loftslagsmálum sem skorin verða niður hjá EPA er bókhald stofnunarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Framlög til þess verkefnis yrðu skorin niður um 87%. Þá vill Hvíta húsið útrýma rannsóknarstyrkjum og stöðum á sviði umhverfisvísinda. Hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA) stendur til að skera fjárveitingar til loftslagsrannsókna niður um þriðjung. Niðurskurðarhnífinn ber meðal annars niður í rannsóknum á minnkandi hafís á norðurskautinu. Á sama tíma vill Trump auka fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum og gasi. Bruni á jarðefnaeldsneyti er orsök stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda sem veldur nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Fimm jarðvísindaleiðangrar sem geimvísindastofnunin NASA er með í gangi eða hafði á teikniborðinu verða einnig slegnir af ef ríkisstjórn Trump verður að vilja sínum. Þannig vill Trump að NASA hætti við OCO-3-mælitækið sem á að fylgist með styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar. Því átti að koma fyrir utan á Alþjóðlegu geimstöðinni í ár.Wide-Field Infrared Survey Telescope (WFIRST) verður ekki að veruleika ef Hvíta húsið nær sínu fram í fjárlögum næsta árs.NASA„Ókeypis“ geimsjónauki sleginn út af borðinu Geimrannsóknir af ýmsu tagi fá einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í tillögum ríkisstjórnar Trump. Þar ber helst að nefna WFIRST-geimsjónaukann sem hefði gefið stjörnufræðingum hundrað sinnum stærra sjónsvið en Hubble-geimsjónaukinn býr yfir. Með honum hefði verið hægt að rannsaka hulduefni og orku, þróun alheimsins og fjarreikistjörnur, að því er segir í frétt Space.com. Stjörnufræðingum svíður ekki síst tillagana um að slá WFIRST af því til stóð að breyta njósnagervitungli sem er þegar á braut um jörðu frekar en að smíða nýtt. Því hefur verið talað um WFIRST sem „ókeypis“ geimsjónauka. Trump-stjórnin er hins vegar ekki tilbúinn í þau auknu fjárútlát sem leiðangurinn hefði kostað. Hvíta húsið vill einnig hætta að fjármagna Alþjóðlegu geimstöðina eftir árið 2024. Washington Post segir að í staðinn vilji Bandaríkjastjórn afhenda einkaaðilum stöðina. Yfirlýst markmið Trump-stjórnarinnar í geimferðum er að senda menn aftur til tunglsins. Þrátt fyrir það eru engar fjárveitingar til mannaðra ferða til tunglsins í fjárlagatillögum Hvíta hússins. Í raun segir New York Times að ekki sé gert ráð fyrir neinum nýjum fjárveitingum til tunglferða fyrr en eftir að Trump lætur af embætti, jafnvel þó að hann næði endurkjöri.„Þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu um að kenna Afar ólíklegt er Bandaríkjaþing fallist á tillögur Hvíta hússins fyrir fjárlög næsta árs í óbreyttri mynd. Margt af því sem Trump-stjórnin leggur til að skera niður og hætta við nú var einnig lagt til í drögum sem Hvíta húsið lagði fram fyrir fjárlög þessa árs. Hugmyndir um að hætta að fjármagna rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkin hafa lagt um hundrað milljarða dollara í hana síðustu áratugina fellur þannig ekki í kramið hjá lykilmönnum í flokki forsetans sjálfs. „Sem íhaldsmaður í fjármálum veit maður að eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera er að hætta við verkefni eftir milljarðafjárfestingu þegar það er enn verulegt notagildi eftir,“ sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas í síðustu viku. Kenndi Cruz „þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins um tillöguna um að hætta fjárveitingum til geimstöðvarinnar. Johnson-geimmiðstöð NASA er í Texas, heimaríki Cruz.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira