Ótrúlegasta fólk hefur fylgst af athygli með krullukeppninni í PeyongChang og ekki síst þegar Bryzgalova var að keppa ásamt eiginmanni sínum, Alexander Krushelnitskiy. Þar sýndi rússneska stelpan að hún er í heimsklassa í krullunni.
Á samfélagsmiðlum hefur henni verið líkt við leikkonurnar Angelinu Jolie og Megan Fox. Hjónin áttu stóran aðdáendahóp, þökk sé samfélagsmiðlum, á leið sinni að gullinu en það átti ekki að verða.

Það fall reyndist þó vera fararheill því rússnesku hjónin nældu í bronsið á endanum. Mörgum til mikillar gleði.
Þau hafa verið á toppnum í krullunni síðustu ár og hafa meðal annars hampað heimsmeistaratitlinum einu sinni. Verður gaman að fylgjast með parinu á komandi árum en þau verða líklega eftirsótt á ýmsa viðburði eftir að hafa stolið senunni á leikunum.
