Útlendingar María Bjarnadóttir skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Ég hef verið innflytjandabarn. Það var æðislegt. Í norsku fjallaþorpi vorum við tvær, útlendingarnir. Ég, hvíta íslenska stelpan og hin, múslimskur flóttamaður undan stríðinu í Bosníu. Ég varð hratt hluti af hópnum, lærði tungumálið og komst í fótboltaliðið. Hún hins vegar náði ekki tökum á tungumálinu, varð eftir á í skólanum og einangraðist. Mömmu hennar hitti ég oft, við unnum saman í herbergisþrifum á fínasta hótelinu í bænum. Ég vegna þess að mig langaði í Oakley sólgleraugu og Dr. Martens skó, hún vegna þess að það var enga aðra vinnu að fá fyrir verkfræðing sem var flóttamaður og talaði enga norsku. Ég hugsaði til þeirra þegar það birtust fréttir af slöku gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni frægu. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar sýndu þær að það eru krakkar af erlendum uppruna sem eiga í mestum vandræðum. Það er óþolandi. Útlendingar sem vinna við herbergisþrifin eða einhvers annars staðar í virðiskeðjunni eru algert lykilfólk í íslensku hagkerfi. Þau eiga engu minni heimtingu á því að börnin þeirra fái aðbúnað og aðstoð sem þau þurfa í skólanum en aðrir foreldrar. Ég hef verið innflytjandaforeldri. Það er erfitt. Til viðbótar við venjulegar uppeldisáhyggjur, þarf að glíma við að skilja óskrifaðar samskiptareglur og hvað sé viðeigandi varðandi barnaafmæli. Sumir hafa ekki einu sinni almennileg tök á tungumálinu. Hvernig eiga þau að sjá um heimalestur? Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélög að tryggja þjónustu fyrir börn af erlendum uppruna. Ef ekki vegna þess að það er siðferðilega rétt, þá vegna þess að það myndi bæta PISA-niðurstöðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég hef verið innflytjandabarn. Það var æðislegt. Í norsku fjallaþorpi vorum við tvær, útlendingarnir. Ég, hvíta íslenska stelpan og hin, múslimskur flóttamaður undan stríðinu í Bosníu. Ég varð hratt hluti af hópnum, lærði tungumálið og komst í fótboltaliðið. Hún hins vegar náði ekki tökum á tungumálinu, varð eftir á í skólanum og einangraðist. Mömmu hennar hitti ég oft, við unnum saman í herbergisþrifum á fínasta hótelinu í bænum. Ég vegna þess að mig langaði í Oakley sólgleraugu og Dr. Martens skó, hún vegna þess að það var enga aðra vinnu að fá fyrir verkfræðing sem var flóttamaður og talaði enga norsku. Ég hugsaði til þeirra þegar það birtust fréttir af slöku gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni frægu. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar sýndu þær að það eru krakkar af erlendum uppruna sem eiga í mestum vandræðum. Það er óþolandi. Útlendingar sem vinna við herbergisþrifin eða einhvers annars staðar í virðiskeðjunni eru algert lykilfólk í íslensku hagkerfi. Þau eiga engu minni heimtingu á því að börnin þeirra fái aðbúnað og aðstoð sem þau þurfa í skólanum en aðrir foreldrar. Ég hef verið innflytjandaforeldri. Það er erfitt. Til viðbótar við venjulegar uppeldisáhyggjur, þarf að glíma við að skilja óskrifaðar samskiptareglur og hvað sé viðeigandi varðandi barnaafmæli. Sumir hafa ekki einu sinni almennileg tök á tungumálinu. Hvernig eiga þau að sjá um heimalestur? Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélög að tryggja þjónustu fyrir börn af erlendum uppruna. Ef ekki vegna þess að það er siðferðilega rétt, þá vegna þess að það myndi bæta PISA-niðurstöðurnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun