„Iron Man“ vann Ólympíugull fyrir heimamenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 10:30 Yun Sung-Bin. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira