Tékknesk snjóbrettastjarna skrifar ótrúlega sögu á Vetrarólympíuleikunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. febrúar 2018 06:00 Ester Ledecká sátt með gullið. vísir/getty Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sjá meira
Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sjá meira