Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 18:47 Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar í Flórída á miðvikudag. Mótmælendur kröfðu stjórnmálamenn svara á fjöldafundi í Fort Lauderdale í gær. Vísir/AFP Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn. Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn.
Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55