Hvert einasta skópar á sína sögu: „Mér finnst þeir vera eins og ég vil hafa lífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 20:30 Segja má að skórnir okkar gangi með okkur í gegnum bæði súrt og sætt á lífsleiðinni. Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi litrík skópör og í tilefni af konudeginum sem er í dag sagði hún sögu kvennanna sem áttu skóna á sérstökum tónleikum í Hannesarholti. Einhverjir skónna eru úr persónulegri eigu Svanlaugar en önnur pör koma úr ýmsum áttum, meðal annars frá sjálfri Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég vildi bara segja fleiri kvennasögur. Mannkynssagan er mest skrifuð af karlmönnum og með karllægum gildum og ég vildi segja sögur frá konum og kvenlægum gildum,“ segir Svanlaug í samtali við Stöð 2. Hugmyndin kviknaði með fyrsta parinu sem Svanlaugu áskotnaðist, fallegum silfurskóm sem hún fékk gefins frá vinkonu sinni. Skórnir voru í eigu dóttur eiganda Hressingarskálans á árum áður en Svanlaugu þótti áhugavert að velta fyrir sér hvernig það kynni að hafa haft áhrif á líf stúlkunnar sem átti skóna. Hún telur að jafnvel megi segja að lífið sjálft endurspeglist í skónum okkar. „Mér finnst þeir bara vera eins og ég vil hafa lífið. Það er ævintýri, það er óvænt, það er litríkt, pínulítið spennandi,“ segir Svanlaug. Hvert skópar á jú sína sögu en Svanlaug tvinnaði einnig tónlist inn í frásagnirnar við undirleik píanóleikarans Einars Bjarts Egilssonar. „Við segjum sögur. Ég hef talað við konurnar og heyrt sögurnar þeirra, svo túlka ég hana og prófa skóna og athuga hvernig er að stíga í spor annarrar manneskju, og svo syng ég lag sem mér finnst passa,“ segir Svanlaug. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Segja má að skórnir okkar gangi með okkur í gegnum bæði súrt og sætt á lífsleiðinni. Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi litrík skópör og í tilefni af konudeginum sem er í dag sagði hún sögu kvennanna sem áttu skóna á sérstökum tónleikum í Hannesarholti. Einhverjir skónna eru úr persónulegri eigu Svanlaugar en önnur pör koma úr ýmsum áttum, meðal annars frá sjálfri Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég vildi bara segja fleiri kvennasögur. Mannkynssagan er mest skrifuð af karlmönnum og með karllægum gildum og ég vildi segja sögur frá konum og kvenlægum gildum,“ segir Svanlaug í samtali við Stöð 2. Hugmyndin kviknaði með fyrsta parinu sem Svanlaugu áskotnaðist, fallegum silfurskóm sem hún fékk gefins frá vinkonu sinni. Skórnir voru í eigu dóttur eiganda Hressingarskálans á árum áður en Svanlaugu þótti áhugavert að velta fyrir sér hvernig það kynni að hafa haft áhrif á líf stúlkunnar sem átti skóna. Hún telur að jafnvel megi segja að lífið sjálft endurspeglist í skónum okkar. „Mér finnst þeir bara vera eins og ég vil hafa lífið. Það er ævintýri, það er óvænt, það er litríkt, pínulítið spennandi,“ segir Svanlaug. Hvert skópar á jú sína sögu en Svanlaug tvinnaði einnig tónlist inn í frásagnirnar við undirleik píanóleikarans Einars Bjarts Egilssonar. „Við segjum sögur. Ég hef talað við konurnar og heyrt sögurnar þeirra, svo túlka ég hana og prófa skóna og athuga hvernig er að stíga í spor annarrar manneskju, og svo syng ég lag sem mér finnst passa,“ segir Svanlaug.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira