Innlent

Óvissustigi aflétt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snjórinn plægður á Suðurlandsvegi í dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á svæðinu.
Snjórinn plægður á Suðurlandsvegi í dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á svæðinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Þetta kemur fram í frétt á veg Vegagerðarinnar.

Óvissustigi var lýst yfir í dag en veður er afar slæmt á Suðurvesturlandi. Þá hefur aðgerðarstjórn verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu til að sinna verkefnum vegna óveðursins og hafa björgunarsveitarmenn verið kallaðir út í nokkur verkefni í dag. Gul viðvörun Veðurstofu Íslands er einnig í gildi um allt land.

Sjá einnig: Björgunarsveitarmenn tilbúnir í verkefni kvöldsins

Þrátt fyrir að óvissustigi hafi verið afleitt á fyrrnefndum vegum er enn hálka eða snjóþekja á Suður- og Suðvesturlandi og töluverður skafrenningur. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og víða á Reykjanesi. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingsfærð og skafrenningur er auk þess á Mosfellsheiði og þungfært á Þingvallarvegi.

Veðurspár gera ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormi í kvöld á Suður- og Vesturlandi. Rigning eða slydda verður á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt.


Tengdar fréttir

Gul viðvörun um allt land

Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×