Innlent

Búast má við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði í kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
Búist er við slæmu veðri í kvöld.
Búist er við slæmu veðri í kvöld. Jóhann K. Jóhannsson
Stormur skellur á Vestur- og Suðvesturlandi á níunda tímanum í kvöld. Búast má við stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast engu skyggni.  Á láglendi snjóar til að byrja með, en hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið.

Búast má við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu.Það er hálka eða snjóþekja á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum og skafrenningur á Holtavörðuheiði.

Á Norðurlandi er einnig  hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur.

Snjóþekja  eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi og skafrenningur á fjallvegum.

Greiðfært er úr Berufirði vestur í Öræfi en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×