Systur spila með sitthvoru landsliðinu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 15:00 Marissa og Hannah Brandt. Instagram/marissacbrandt Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjá meira
Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjá meira