Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 14:30 Freydís Halla Einarsdóttir ÍSÍ Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti