Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft.
Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.
Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease
— lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018
Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn.
Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.
Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul?
— lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018
— lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018
Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla.
Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang.