Mjög óvænt félagaskipti áttu sér stað í NBA-deildinni í nótt er Los Angeles Clippers ákvað senda stórstjörnu liðsins, Blake Griffin, til Detroit Pistons.
Í staðinn fær Clippers þá Avery Bradley, Boban Marjanovic og Tobias Harris. Sömuleiðis fær Clippers valrétt í fyrstu og annarri umferð í nýliðavalinu 2019. Griffin fór ekki einn til Detroit því Brice Johnson og Willie Reed voru sendir með honum til Michigan.
Það sáu fáir þetta fyrir og ekki síst í ljósi þess að síðasta sumar skrifaði Griffin undir nýjan fimm ára samning við Clippers sem átti að færa honum 173 milljónir dollara í vasann. Þá var Clippers búið að missa Chris Paul og nú er Griffinn farinn sömuleiðis.
Clippers þarf því að byggja upp nýtt lið á nýjan leik þar sem þekktustu leikmenn liðsins síðustu árin eru farnir.
Clippers sendi Griffin til Detroit
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti