Aldrei fleiri beðið eftir plássi í meðferð á Vogi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ.
Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira