Aldrei fleiri beðið eftir plássi í meðferð á Vogi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ.
Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent