Aldrei fleiri beðið eftir plássi í meðferð á Vogi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira