Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 10:25 Starfsmenn FEMA hafa dreift vatni og mat til íbúa Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María olli gríðarlegri eyðileggingu þar í september. Vísir/AFP Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36